top of page

NÆSTU NÁMSKEIÐ



18 ára aldurstakmark

BYRJENDANÁMSKEIÐ Í SPUNA

AUGLÝST SÍÐAR

FRAMHALDSNÁMSKEIÐ Í SPUNA

 

AUGLÝST SÍÐAR

,,Ég kom með ákveðið markmið í huga, að læra betur að spinna. Ég fékk það og meira til. Þetta kynnti mig fyrir aðferðum sem hjálpa mér að vera betri manneskja.,,

,,Mæli hiklaust með þessu námskeiði. Gott að brjótast aðeins úr boxinu og fíflast smá.,,

,,Námskeiðið er eiginlega of skemmtilegt og góður grunnur fyrir bæði lífið og ef maður vill fara í grínið eða leiklist.,,

 Flest stéttarfélög  niðurgreiða námskeiðin að   hluta til eða að fullu leyti 

 Smelltu hér til að  athuga hjá þínu  stéttarfélagi 

Námskeiðslýsing

Spunanámskeiðin hjá Improv skólanum eru opin öllum á aldrinum 18- 100 ára. 

Nemendur þurfa ekki að búa yfir reynslu í leiklist eða framkomu. 

Á hverju námskeiði eru hámark 16 nemendur.

Kennsla fer fram í Hafnarhaus, Tryggvagötu 17. Húsnæðið er aðgengilegt öllum.

Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðsgjöld að hluta til eða að fullu leyti.

 

Skólastjóri Improv skólans er Dóra Jóhannsdóttir stofnandi félagasamtakanna Improv Ísland.

Kennarar Improv skólans eru margir af færustu spuna-leikurum landsins. 

Námskeiðin hafa verið kennd síðan 2013 og hafa um 2000 manns mætt á námskeið.

Á námskeiðinum er farið í leiki og æfingar sem kenna nemendum ýmsa spuna-tækni.

 

Lífið er spuni, það er ekkert handrit. Allir geta spunnið!

Að læra og æfa spuna er frábær grunnur fyrir fólk hefur áhuga á leiklist, gríni, skrifum og/eða framkomu. Spuni nýtist jafnframt þeim sem hafa engan áhuga á að standa á sviði en vilja ögra sér, prufa eitthvað nýtt eða einfaldlega vilja hafa gaman. 

Hugmyndafræði spunans getur nýst öllum í lífi og hvers kyns starfi.

 

Spuni er eins og íþrótt en vöðvarnir sem spunaleikarar og fólk á námskeiðum Improv skólans æfa eru samskipti, hlustun, núvitund, hugrekki, að hlusta á innsæið, jákvæðni, að bregðast við hinu óvænta, að styðja aðra, að vera í flæði, leikgleði, að finna lausnir, vera opin og hlusta á innsæið.

Hvert námskeið er átta skipti. Þrír tímar í senn. Hláturskast í hverri viku!

Byrjendanámskeið í spuna/improv 

(H1)

Nemendur læra undirstöðu atriði í spuna-tækni. 

Framhaldsnámskeið í

spuna/improv

(H2)

Nemendur halda áfram að æfa undistöðu-atriði í spuna og læra um ,,Haralds-strúktúrinn" sem er þekktasti long-form improv strúktúrinn.

Framhaldsnámskeið í

spuna/improv

(H3)

Nemendur halda áfram að æfa undirstöðu-atriði í spuna og æfa sig í ,,Haralds-strúktúrnum". Nemendur æfa fleiri strúktúra í spuna.

Framhaldsnámskeið í

spuna/improv

(H4)

H4 er með ólíkar áherslur í hvert skipti.

improv, improv iceland, improv ísland, improv skólinn, spuni, námskeið, spunanámskeið

bottom of page